Staðan á rafveitu í Grindavík

English below

Svo virðist sem rafveita sé virk í allri byggðinni í Grindavík og hitaveitan sé virk alls staðar nema á hafnarsvæðinu og austast í þéttbýlinu (Þórkötlustaðahverfi). Í dag fór flokkur pípulagningamanna í um 350 íbúðir í dag og hefur þá náð að fara í rúmlega 900 íbúðir af um 1200 í Grindavík nú í lok laugardags 20. janúar. Stefnt er að því að ljúka yfirferðinni á morgun sunnudaginn 21. janúar.

Þær íbúðir sem eftir eru, eru almennt taldar í góðu ástandi þar sem þær eru flestar nýlegar.

Nú þegar eru tvö tjón staðfest vegna frostskemmda en miðað við aðstæður er ekki útilokað að fleiri tjón muni koma í ljós. Í sumum húsum hefur verið tregða vegna frosts og húsin því hituð með rafmagnsofnum og fylgst með hvort lagnir haldi. Unnið hefur verið að því að setja rafmagnsofna í fyrirtæki á hafnarsvæðinu í dag og heldur sú vinna áfram á morgun.

Unnið er að því að fá á svæðið lykla af síðustu húsunum. 

Þessi vinna hefur gengið vonum framar og margir aðilar hafa lagt mikið á sig til þess að koma í veg fyrir frekara tjón. Íbúar brugðust hratt við ákalli viðbragðsaðila við húslyklum sem einfaldaði alla vinnu iðnaðarmanna.

Fram hefur komið að verið sé að vinna að því að kortleggja hvaða hús það eru sem búið er að fara í, og hvaða hús búið er að koma á hita.  Þessi vinna er á lokametrunum en mun birtast á vefsíðu Grindavíkurbæjar um leið og talið er að upplýsingarnar séu sem áreiðanlegastar.

English

Status of Electricity and Water Issues in Grindavik

It appears that the power supply is active throughout the entire town of Grindavik, and the heating system is operational everywhere except in the harbor area and the eastern part of the dense urban area (Thorkotlustadahverfi). Today, a group of pipe repairmen visited around 350 residences, reaching approximately 900 out of the 1200 in Grindavik by the end of Saturday, January 20th. The goal is to complete the inspection by tomorrow, Sunday, January 21st.

The remaining residences are generally considered to be in good condition, as most of them are relatively new.

Two damages have been confirmed due to frost, but it can be expected that more will come to light. In some houses, there has been a delay due to frost, and these houses are heated with electric heaters while monitoring whether the pipes hold. Work has been underway today to install electric heaters in businesses in the harbor area, and this work will continue tomorrow.

Efforts are being made to obtain keys for the last remaining houses in the area.

This work has progressed beyond expectations, and many have made significant efforts to prevent further damage. Residents responded quickly to the call for cooperation, providing keys that streamlined the work for industrial workers.

Efforts have been made to map which houses are being inspected and which ones are having heating installed. This work is in its final stages, and the information will be provided here as soon as it is considered the most reliable.