Starfsemi Almannavarnadeildar flutt frá Skógarhlíð á Laugarveg 166.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur flutt starfsemi sína frá Skógarhlið 14 á Laugaveg 166. Ástæðan er að nú standa yfir viðgerðir í Skógarhlíð 14 þar sem Samhæfingarstöð Almannavarna, Fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra, vaktstöð Landhelgisgæslunnar og vaktstöð Neyðarlínunnar eru til húsa.  Þessar starfseiningar hafa nú þegar eða munu á næstunni, flytja á 4. hæðina í Skógarhlíðinni, þar sem skrifstofur Almannavarnadeildar voru ásamt mötuneyti hússins.  

Vegna viðgerðanna, sem komu til vegna myglu í rýminu hefur Samhæfingarstöð Almannavarnadeildar einnig verið flutt á Laugarvegi 166, þangað til annað kemur í ljós. Flutningarnir hafa gengið vel og þær starfseiningar sem hafa hlutverk í Samhæfingarstöð komið sér þar fyrir.  Samhæfingarstöð hefur nú þegar verið virkjuð tvisvar á Laugarveginum, vegna hópslyss og þegar hrauntungur fóru yfir varnargarð við Svartsengi.