Suðurland fært upp á hættustig vegna veðurspár

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurspár í dag sunnudaginn 9. október 2022. Í gær var óvissustigi lýst yfir á svæðinu en hefur nú verið hækkað í hættustig þar sem spár Veðurstofu gera ráð fyrir miklu hvassviðri á Suðausturlandi á tímabilinu frá kl. 16:00 í dag og fram undir miðnætti. Búist er við hviðum allt að 60 m/s og má einnig má búast við sandfoki og samgöngutruflunum.

Suðurland – Hættustig Almannavarna vegna mikils hvassviðris og hugsanlegra samgöngutruflana (Rauð veðurviðvörun).

Fólk sem hugar að ferðalögum Suðurlandi er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám á www.vedur.is og upplýsingum um ástandi vega www.vegagerdin.is og www.safetravel.is