Þær þjóðir sem standa að Evrópusambandinu hafa með sér víðtækt samstarf um almannavarnir undir hatti Union Civil Protection Mechanism (UCPM). Auk þess eru Ísland, Norður Makedónía, Svartfjallaland, Noregur, Serbía, Tyrkland og Albanía fullir aðilar að þessu samstarfi. Í gegnum þetta samstarf er rekið þjálfunarprógram sem er aðgengilegt viðbragðsaðilum frá þessum löndum. Þjálfunin gengur út á að undirbúa viðbragðsaðila til þess að koma til aðstoðar í öðrum löndum þar sem áföll hafa orðið, bæði innan og utan Evrópu. Þessi þjálfun fer fram víðsvegar í Evrópu og hefur fjöldi íslenskra viðbragðsaðila farið á námskeið sem eru í boði.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur að því að halda eitt af þessum námskeiðum en það kallast Operational Management Course (OPM). OPM námskeiðið gengur út á að undirbúa þátttakendur til þess að fara til þriðja lands og setja upp samhæfingar og stjórnstöð þar. Námskeiðið er viku langt og endar á stórri þriggja daga æfingu og er það í ýmist haldið á Ítalíu, Írlandi eða Þýskalandi.
Þessa dagana fer námskeiðið fram á Íslandi, en um 20 nemar eru á námskeiðinu frá jafn mörgum löndum, en í alþjóðlegu teymi þjálfara, kennara og leikara eru um 30 manns. Námskeiðið fer fram í Hveragerði, Keflavík og Reykavík.