Tilkynning frá aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar Skagafjarðar

Aðgerðarstjórn vill benda íbúum og gestum svæðisins á að allir vegir á svæðinu eru lokaðir vegna ófærðar og slæms veðurs. Þá eru rafmagnslínur víða signar niður undir jörð vegna ísingar og dreifing raforku um svæðið ótrygg. Björgunarsveitafólk og viðbragðsaðilar hafa verið að störfum og unnið sleitulaust frá því í gærmorgun og hafa þurft að sinna fjölda aðstoðarbeiðna. Beinir aðgerðarstjórn því til allra íbúa á svæðinu að enn er í gildi hættuástand almannavarna biður fólk að gæta varúðar og halda sig innandyra meðan ástandið varir og ekki vera á ferð utandyra nema nauðsyn krefji en gleyma þó ekki að huga að náunganum. Jafnframt beinir aðgerðarstjórn því til almennings að fara sparlega með rafmagn.