Tilkynning vegna óvissustigs á Log4j veikleika

Um helgina uppgötvuðust nýir veikleikar í Log4j kóða safninu sem rekstraraðilar þurfa að bregðast við. Enn er mikið um tilraunir til árása sem byggja á veikleikanum. Í ljósi þessara upplýsinga ríkir áfram óvissustig almannavarna.

Áfram verður fylgst náið með þróun veikleikans og mögulegum áhrifum. Rekstraraðilar bregðast við nýjum upplýsingum eftir því sem þær berast og miðað við tilefni.

Allir ómissandi innviðir og þjónusta starfa eðlilega og eru ekki skert eða takmörkuð á þessum tímapunkti. Ekkert atvik hefur verið tilkynnt þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleika.

Frekari upplýsingar veitir: Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri netöryggissveitarinnar CERT-IS, GSM: 859 1010 og netfang: gudmundur@fjarskiptastofa.is eða Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, hrafnkell@fjarskiptastofa.is