Veðurstofa Íslands aflýsir hér með óvissustigi vegna hættu á snjóflóðum á Mið-Norðurlandi

12. desember 2019 18:33

Þann 10. desember síðastliðinn lýsti Veðurstofa Íslands (snjóflóðavaktin) yfir óvissustigi vegna hugsanlegar snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi.  Var þessi ákvörðun tekin í kjölfar mjög slæmrar veðurspár og mikla snjókomu.  Átti þetta við fjallendi í Skagafirði, Tröllaskaga og austur fyrir Eyjafjörð.   Veðurstofan fylgist að venju með frekari snjósöfnun í fjöllum.

Síðast uppfært: 13. desember 2019 klukkan 11:59