Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri undirrituðu þann 14. nóvember s.l. viðbragðsáætlun stjórnvalda og ferðaþjónustuaðila. Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og samhæfingu aðgerða í náttúruvá og öðrum áföllum, til að tryggja eins og kostur er öryggi ferðamanna á Íslandi. Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð og samhæfð viðbrögð á neyðartímum.
Helstu verkefni eru meðal annars að
1. Tryggja framkvæmd ákvarðana Samhæfingarstöðvar (SST)
2. Tryggja öryggi ferðamanna á Íslandi
3. Lágmarka áhrif á samgöngur innanlands
4. Lágmarka áhrif neyðarvár á för ferðamanna til og frá Íslandi
5. Vinna að upplýsingaflæði til ferðaþjónustuaðila frá SST
6. Vinna að upplýsingaflæði frá ferðaþjónustuaðilum til SST
7. Upplýsa ferðamenn og veita nauðsynlegan stuðning við þá sem eru strandaglópar
8. Lágmarka áhrif neyðarvár á ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands.