Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Austurlandi

Ný hópslysaáætlun fyrir embætti Lögreglustjórans á Austurlandi tekur gildi um næstu áramót. Hópslysaáætlunin leysir af hólmi eldri áætlun sem gefin var út fyrir sameiningu embættanna á Austurlandi.  Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar hópslyss í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi. Áætlunin er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Austurlandi, almannavarnanefnd umdæmisins og fulltrúum hjálpar- og björgunaraðila, sem starfa innan umdæmis. Allir viðbragðsaðilar og aðrir, sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum.

Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og er leiðbeinandi um fyrstu viðbrögð.    Hægt er að nálgast áætlunina hér á vefsíðunni