Viðbragðsáætlun vegna hópslysa í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

Ný hópslysaáætlun fyrir embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra er í vinnslu. Hópslysaáætlunin mun leysa af hólmi tvær eldri áætlanir sem gefnar vorur út fyrir sameiningu embættanna á Norðurlandi vestra. Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar hópslyss í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Áætlunin er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, almannavarnanefndum umdæmisins og fulltrúum viðbragðsaðila, sem starfa innan umdæmisins. Allir viðbragðsaðilar og aðrir, sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum.

Markmið áætlunarinnar eru að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum og er leiðbeinandi um fyrstu viðbrögð.

Hér er hægt að finna drög áætlunarinnar https://www.almannavarnir.is/utgefid-efni/?wpdmc=hopslys