Viðbragðsáætlun vegna snjóflóðs í Hlíðarfjalli gefin út

Viðbragðsáætlun vegna snjóflóðs í Hlíðarfjalli hefur verið gefin út. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra undirritað áætlunina í morgun og hefur hún verið sett á vef almannavarna.

Markmiðið með viðbragðsáætluninni er að tryggja skipulögð viðbrögð þeirra aðila sem að verkefninu koma og er áætlunin staðbundin við þetta svæði þar sem kveðið er á um hlutverk hvers og eins. Áætlunin á að veita mönnum enn frekari innsýn í hlutverk hvers og eins viðbragðsaðila.

Áætlunina má kynna sér hér
Aðrar viðbragðsáætlanir má kynna sér hér