Viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli

Nú á fjórða tímanum var Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð virkjuð með fullu viðbragði vegna flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Við lendingu brotnaði hjólabúnaður flugvélarinnar. Um borð í flugvélinni eru um 166 manns og enginn slys hafa verið tilkynnt á fólki. Viðbragðshópur Rauða krossins er á leið til Keflavíkur og mun veita farþegum áfallahjálp.

Uppfært klukkan 17:35: Störfum í Samhæfingarstöðinni lauk nú um hálf sex leytið. Allir farþegar eru komnir heilu og höldnu frá borði og er viðbragðsteymi Rauða krossins að störfum á flugvellinum. Aðgerðastjórn á Suðurnesjum en enn að störfum og í framhaldinu mun lögreglan í samvinnu við rannsóknarnefnd samgönguslysa taka við vettvangi og rannsaka atvikið.