Virkjun flugslysaáætlunar fyrir Keflavíkurflugvöll

1. nóvember 2016 00:03

Upp úr kl.23:00 í kvöld var flugslysaáætlun fyrir Keflavíkurflugvöll virkjuð vegna bilunar í flugvél á leið austur yfir Atlantshaf.  Um var að ræða Being 777 með 6 manns um borð.

Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð auk aðgerðarstjórnar í Keflavík.

Viðbragðsaðilar á Suðurnesjum mættu í viðbraðsstöðu við flugvöllinn og viðbragðsaðilar á höfuðborgarsvæðinu voru einnig í viðbragðsstöðu.

Vélin lenti án vandræða upp úr kl.23:30.  Þegar búið var að ganga úr skugga um að allt væri í lagi var virkjun áætlunarinnar afturkölluð.

Síðast uppfært: 1. nóvember 2016 klukkan 00:03