Leiðbeiningar Almannavarna á skipulagi á órofnum rekstri

Almannavarnir unnu árið 2008 að gátlista til að styðja fyrirtæki á Íslandi við áætlanagerð vegna skæðra inflúensufaraldra. Gátlistinn getur og hefur einnig komið að gagni við undirbúning fyrirtækja vegna annarra farsótta.  

Almannavarnir hafa nú unnið frekari leiðbeiningar sem eru viðbót við gátlistann og geta í tengsl­um við Covid-19 faraldurinn veitt hagnýt ráð um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta viðhaldið framleiðslu á vörum og þjónustu, þrátt fyrir þá alvarlegu at­burði sem nú hafa áhrif á samfélag og viðskipti.

Í leiðbeiningunum er stuðst við efni og þekk­ingu sem Almannavarnir áttu fyrir en stór hluti af því er nýtt, þýtt og staðfært úr Veileder i kontinuitetsplanlegging, leiðbeiningum sem gefnar voru út af Direktoratet for sikkerhet og beredskap sem er systurstofnun Almannavarna í Noregi.

Einnig hefur verið unnið að leiðbeiningum fyrir skipulag samskipta í áfallastjórnun.  Þær leiðbeiningar veita ráð fyrir starfsemi svo að hægt sé að útbúa áætlun fyrir samskipti í áfallastjórnun sem er aðlöguð að þörfum hvers og eins eða til þess að mögulegt sé að endur­skoða og uppfæra fyrirliggjandi áætlanir. Enn fremur gefa leiðbeiningarnar ráð um hagnýt sam­skipti eftir áföll. Opinber starf­semi og einkafyrirtæki geta nýtt sér leiðbeiningarnar, óháð þekkingu sinni á samskiptum í áfallastjórnun.

Áætlanir fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og stofnanir | Almannavarnir